Heitt kakó Nóa

Heitt kakó er vinsælt á heimilinu og hefur alltaf verið uppáhald yngsta míns hans Nóa. Hann drekkur kakó hvort sem það er á skíðum á Akureyri í 4 stiga frosti eða í sundbrók á Albir í 30 stiga hita. Alveg ótrúlegur krakki en þetta elskar hann mest af öllu.

Ég útbjó kakó sem er án mjólkur en það er gott að blanda hreinlega saman mjólk og vatni til að fá sömu áferð. Sukrin gold notaði ég til að sæta og svo er nauðsynlegt að nota salt og vanillu til að fá extra kikk. Mæli með í vetrarfrostinu og nóg af þeyttum rjóma og súkkulaðispæni, jafnvel smá kanil.

innihald:

  • 100 ml rjómi eða ósæt möndlumjólk
  • 200 ml vatn
  • 2 msk bökunarkakó eða heilagt kakó Kamillu
  • 2 msk Sukrin Gold
  • 1/2 tsk vanilldropar
  • nokkur saltkorn

aðferð:

  • Blandið öllu innihaldinu í pott og hitið að suðu.
  • Frjálst er að setja síðan í blandara eða matvinnsluvél til að ná fram silkimjúkri áferð en þó ekki nauðsynlegt.
  • Best er að bera þetta kakó fram með þeyttum rjóma, súkkulaðispæni eða marengstoppum já eða karamelluhnetukurli. Ég mæli með því að nota laktósafrían rjóma sem fer betur með mallakútinn.