Velkomin á nýja bloggið !

Velkomin kæru lesendur á nýtt blogg Maríu Kristu. Ég hef haldið úti bloggsíðu síðan 2013 og nú er kominn tími á að uppfæra hana og dusta rykið af útlitinu. Undanfarin ár hef ég einnig sett inn færslur á vef Systra og maka www.systurogmakar.is og nú nýlega stofnaði ég síðuna kristaketo á instagram. Hér verður hægt að leita í efnisflokkum og fá nýjustu uppskriftirnar beint í æð.

Ég vona að þið eigið eftir að heimsækja síðuna oft og ég mun vera dugleg að setja inn skemmtilegan fróðleik tengdan lág kolvetnamataræðinu, nýjar uppskriftir og fleira en bloggið verður nú örlítið fjölbreyttara enda er ég áhugamanneskja um hönnun og hversskonar lífsstíl.

Ég stödd í verslun Systra&Maka. Þetta er eldhúshornið okkar enda seljum við gífurlegt magn af matvöru tengdri lágkolvetnamataræðinu. Verið ávallt velkomin.

Íslandsmeistari í megrun !

Já ég var nýlega í viðtalið við Fréttablaðið þar sem ég tala um ágæti Kollagens frá Feel Iceland og þar birtist þessi mynd af frúnni. Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa viðtalið hér

Ég fjárfesti nýlega í nýrri myndavél og hef verið dugleg að mynda nýjar sem og gamlar uppskriftir sem ég mun koma fyrir á blogginu í aðgengilegri röð. Vonandi verðið þið jafndugleg og áður að heimsækja nýju síðuna sem ég stefni á að halda lifandi og skemmtilegri. Takk fyrir að fylgjast með elsku vinir.

Kveðja góð, María Krista.