Hindberjaís

Þessi er einfaldur og góður en ég átti slatta af hindberjum og rjóma sem var að renna út svo ég gerði ís. Þetta er mjög svo fljótlegt og verður sko eftirrétturinn í kvöld eftir lambahrygginn.

innihald:

  • 500 ml rjómi má nota laktósafrían
  • 60 g Sukrin Gold
  • 20 g Sweet like sugar
  • lófafylli fersk hindber
  • 3 eggjarauður
  • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

  • Þeytið rjóma og bætið hindberjum saman við í lokin. Takið til hliðar
  • Þeytið í hreinni skál, rauður, sætu og vanilldropa
  • Blandið þessu saman við rjómablönduna og setjið í form og frystið í 3-4 klt.