Hindberjamarsipankúlur í Thermomix

Þegar við vorum í sumarfríinu okkar í Danmörku þá rakst ég á geggjað nammi í Salling vöruhúsinu sem var framleitt í Álaborg en þetta var sykurlaust marsipan með hindberjabragði. Ég fékk náttúrulega hugmynd að gera svona þegar ég kæmi heim því þetta er ótrúlega ferskt og gott á bragðið og algjör snilld með kaffinu. Hægt er að gera þetta í matvinnsluvél eða hrærivél en það fer eftir því hvort notaðar eru heilar möndlur eða möndlumjöl.

innihald:

  • 60 g sæta fínmöluð
  • 45 g eggjahvíta eða um 1 og 1/2
  • 150 g möndlumjöl eða ljósar möndlur malaðar í matvinnsluvél
  • 1/2 tsk möndludropar
  • 6 fersk hindber
  • nokkrir dropar bleikur eða rauður matarlitur

aðferð með Thermomix:

  • Setjið afhýddar möndlur í skálina og maukið 20 sek/ hraði 8
  • Bætið öðru innihaldi við og hrærið 30 sek / hraði 4
  • Setjið blöndu í poka eða plastfilmu og kælið. Mótið síðan kúlur úr deiginu og súkkulaðihúðið með sykurlausu súkkulaði.