Hnetusmjörs konfekt M&M hvað !!! – Vinsæl

Ég fékk að prófa nokkrar nýjar vörur frá Healty co um daginn og vá hvað ég var hrifin, bragðið af hnetusmjörinu minnti strax á fylltar M&M kúlur svo ég ákvað að prófa að gera mitt eigið holla M&M sem er minn helsti óvinur hvað varðar sykurpúkann. Ég er nefninlega með ákveðinn nammismekk, fyllt hnetusmjörsnammi, piparmyntukúlur og súkkulaði með sjávarsalti. Ég lít ekki við lakkrís eða hlaupdrasli en þetta ofantalið hefur verið minn helsti akkilesarhæll hingað til. En hérna er á ferðinni algjör bomba sem er æðislega bragðgóð og full af hollri og góðri fitu. Vörurnar frá Healthy co eru margar mjög ketóvænar, ég nota reyndar ekki vörur með Maltitoli svo hafið það í huga en olíurnar og hnetusmjörið ég kolféll fyrir því. Kókosolían æðisleg og auðvelt að vinna með hana. Ég notaði Neutral bragðið svo ég myndi ekki trufla hnetusmjörsupplifunina og þetta er dásamlega gott. Það sakar ekki að vörurnar eru lífrænar og lausar við viðbættan sykur.

Innihald:

  • 200 g neutral kókosolía Healty co

  • 20 g kakóduft, Nói Siríus

  • 40 g Sukrin Melis eða fínmöluð sæta

  • 1/2 tsk vanilludropar

  • 4 msk ca af Crunchy peanutbutter Healthy co

aðferð:

  • Hitið kókosolíuna í örbylgjuofni eða við vægan hita í potti, alls ekki hita of mikið bara ná henni fljótandi.
  • Sigtið þurrefnin saman við olíuna og hrærið, bætið við vanillu og hellið síðan blöndunni í silikon form eða klakabox. Ágætt að hella til hálfs.
  • Sprautið nú hnetusmjörinu með sprautupoka í hvert hólf eða notið teskeiðar. Hellið súkkulaðiblöndunni upp að topp og frystið molana í dágóða stund til að hnetusmjörið nái að stífna.
  • Lyftið molum úr forminu og ímyndið ykkur að þið séuð að keyra heim frá flugvellinum með glænýjan poka af M&M úr fríhöfninni.. trúið mér ég keypti ófá tilboðin hér í den.