Hrökkkex með möndlumjöli

Þetta ostahrökkex er úr bókinni minni Brauð og eftirréttir, ég var búin að gleyma hvað það var bragðgott þangað til ég sá það aftur í saumaklúbb hjá vinkonu minni og ætla því að deila því hér með ykkur kæru bloggvinir.

Þetta er afar einföld uppskrift og koma um það bil 15-20 kex úr magninu.

innihald:

 • 1 egg
 • 3 msk rifinn ostur
 • 80 g möndlumjöl EKKI FITUSKERT
 • 50 g fræblanda, t.d. grasker, hörfræ, sólblóma, hampfræ..
 • 1 tsk ólífuolía
 • 1 tsk gróft sjávarsalt
 • 1-2 msk oregano, eða rósmarín krydd líka gott
 • parmesan duft stráð yfir í lokin, má sleppa

aðferð:

 • Blandið öllu hráefninu saman í skál eða hrærivél.
 • Smyrjið því á bökunarpappír og leggið aðra smjörpappírsörk yfir, þrýstið niður deiginu og mótið fallegan ferning.
 • Bakið kexið í 10 mín á 180°hita, takið þá kexið út, mótið hæfilega stórar rákir sem mynda kexstærðina með hníf og stráið parmesanosti yfir. Bakið í aðrar 5-8 mín og látið síðan kólna í ofninum.
 • Stökkt og bragðgott kex með hverju sem er.