Hrökkex með parmesanosti

Að gera gott hrökkkex getur verið pínu snúið ef verið er að nota eingöngu fræ því hveitið er út úr myndinni auðvitað. Það er þó ótrúlega einfalt að nota ost í kexið og hér er fín uppskrift af stökku ostahrökkexi sem bragð er af.

Innihald:

  • 150 g eggjahvíta óþeytt
  • 200 g parmesanostur
  • 150 g blönduð fræ, t.d. sólblóma, hamp, hör og sesamfræ
  • 1/2 tsk gróft salt
  • 1 msk kúmen

Aðferð:

  • Blandið öllu hráefni saman í skál, fletjið síðan út á smjörpappír með öðru lagi yfir til að hægt sé að rúlla út með kökukefli, já eða hvítvínsflösku ef því er að skipta.
  • Bakið í 20 mín á 170° hita. Ef það verður ekki nógu stökkt þá má hafa það lengur og lækka hitann í 90° og leyfa kexinu að bakast í 10 mín í viðbót. Þegar þið slökkvið á ofninum er gott að hafa kexið inni áfram en hafið rauf á ofninum á meðan hann kólnar svo kexið nái að verða stökkt.