Hvíta sósan hans Sigga Hlö

Ég sá Sigga Hlö útbúa mjög einfalda sósu sem hann er þekktur fyrir og kallar hvíta fíflið en þetta var hann að malla á facebooksíðu Bakó Ísberg og ég var mjög spennt að prófa. Það eina var að hann notar sykur og ég svissaði honum bara út fyrir síróp. Ekkert mál. Ég bætti við steinselju og ætla að gera útgáfu líka með kóriander til að hafa með mexíkönskum mat. Held það komi mjög vel út en sósan er fersk og góð

innihald:

  • 100 g sýrður rjómi, 18%

  • 100 g Hellmans mæjones

  • 1/2 lime, safinn allur

  • 1 msk Sukrin gold síróp

  • 1 solo hvítlaukur, svona heill japanskur í körfunum. Rifinn

  • Steinselja eða kóriander eftir smekk, fyrir þá sem vilja grænt

aðferð:

  • Blandið saman mæjó og sýrðum, kryddið með hvítlauk sem er rifinni út í.
  • Þynnið með limesafanum og bætið sírópinu saman við.
  • Að lokum er ferskum kryddum bætt útí, en þetta er smekksatriði, sumir hata kóríander , aðrir elska svo þetta er val.