Hvítlauksbrauð

Fathead eða ostadeig kannski réttara nafn er mjög vinsælt á ketó og lkl og hér er fín uppskrift af brauði sem dugar alveg fyrir 2-3 á heimili. Hægt er að nota Thermomix vélina ef þið eigið slíka og þá er það hitað á 70° í sirka 3 mín s.s. allt hráefnið í einu nema osturinn sem fer ofan á í lokin. Annars fylgið þið leiðbeiningum hér að neðan.

HVítlauksbrauð

 • 30 g möndlumjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 1/4 tsk pipar
 • 1/3 tsk salt
 • 40 g eða 2 msk rjómaostur
 • 250 g mosarella 200 g í sjálft brauðið og 50 g ofan á brauðið
 • 30 g parmesan notað ofan á brauðið
 • 1 msk steinselja eða basilika
 • 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1/3 tsk oregano
 • 1 egg
 • bráðið smjör til að pensla með í lokin

aðferð:

 • Setjið 200 g mosarella og rjómaostinn í skál og hitið í örbylgjuofni 3-4 skipti eða í 30 sek hvert skipti.
 • Hrærið á milli atriða svo osturinn bráðni vel, hann á að vera fljótandi.
 • Setjið næst, eggið, möndlumjöl, kókoshveiti og krydd saman við og hrærið kröftuglega eða setjið allt í matvinnsluvél eða hrærivél og blandið þar saman.
 • Fletjið deigið út þegar það hefur kólnað örlítið á milli tveggja laga af smjörpappír og bakið í 5 mínútur í ofni á 220° hita.
 • Takið þá brauðið út og stráið restinni af ostinum ( 50 g ) og öllum parmesanostinum yfir. Dreifið örlítið af ferskri steinselju eða basiliku yfir og síðan bakað áfram í 3-4 mín. Skerið í sneiðar og njótið með góðum pottrétti t.d.
 • Gott að pensla yfir með bræddu smjöri í lokin eða nota hvítlauksolíu yfir allt brauðið.