Jæja þá var komið að því að klæða hús að innan, mála, innrétta, leggja rafmagn, hita og já bara allt. Það sem við gátum gert sjálf ætluðum við að gera. Í desember lendir Börkur í því að detta á öxlina sem var nú þegar frekar léleg eftir álag og vinnu enda orðinn 50 ára kallinn 🙂 Þetta setti stórt strik í reiknininn og í janúar fer hann í aðgerð á öxlinni. Samkvæmt lækni átti hann að taka sér frí úr vinnu í 6 mánuði ! og nú voru góð ráð dýr. Ég missti alveg taktinn og leit út fyrir að húsbyggingin yrði sett á bið næstu mánuði en eftir samtal við dóttur mína sem peppaði í mig kraft og sagði hreinlega, mamma þú gerir þetta bara þú ert ofurkona, þá keyrði ég mig í gang með Börk á hliðarlínunni og gifsaði og spartlaði hæðina nánast eins míns liðs. Ég fékk aðstoð við að bera upp þungar gifsplötur frá sonunum og dundaði í þessu á meðan smiðirnir kláruðu að klæða húsið. Það var mikill skellur fyrir eiginmanninn að vera kippt svona út úr leiknum en hann stóð sig ótrúlega vel og sýndi mér mikla þolinmæði við leiðsögn og aðstoð.
Nú var ekkert annað að gera en að spartla og pússa, grunna gifs, fínpússa glugga og kítta allt í drasl og mála svo hvert herbergi fyrir sig. Við náðum að halda jólin í stofunni þótt engin gólfefni væru komin en við gátum sofið uppi og hiti kominn í kotið.
Við vorum ótrúlega heppin að fá samstarf með Farver málningavörum í Hafnarfirði og veittu þeir okkur mikla aðstoð bæði ráðgjöf og andlegan stuðning og erum við þeim mjög þakklát. Ég ákvað að hæðin yrði að mestu hvítmáluð sem er frekar ólíkt okkar stíl en þar sem útsýnið og gluggar eru stórir og náttúran litrík þá fannst okkur hvítt vera hlutlaust og fallegt. Svefnherbergið fékk reyndar grænan lit, bæði veggfóður á 2 veggi og svo þennan græna lit sem er ótrúlega róandi og skemmtilegur og neðri hæðin var máluð og litaspörtluð í hlýlegum tónum. Við nýttum okkur litina í náttúrunni fyrir utan, hraungrár, mosagrænn og moldarbrúnir tónar sem eru að okkar mati akkurat það sem passar hér og með húsgögnunum okkar.
Þetta er hvíti liturinn sem er mattur og fallegur málaður með B&J málningunni frá Farver.B&J 0 SUPERFINISH Loft og Veggmálning sem er mött og ótrúlega falleg og auðveld í notkun. Þessi litur kallast “Sólon hvítur”
Hér er liturinn í svefnherberginu sem kallast “Mosi” og sama matta málningin notuð, hægt er að fara í B&J 5 Veggjamálning sem er aðeins hærra gljástig ef maður vill en hefur samt svipaða matta áferð. Hér sést hvað græni liturinn er misjafn eftir birtu en hann er fallega jarðgrænn og ekki of æpandi. Ótrúlega róandi og fínn.
Í húsbóndaherberginu á neðri hæð völdum við litinn “Skarfur” sem er fallega súkkulaðibrúnn og passaði vel við viðarhúsgögn, brúnt leður og kósý stemmingu en loftið bæði í svefnherbergi og húsbóndaherbergi er með svörtum loftadúk sem setur alveg stemminguna.
Neðri hæðin er það sem tekur á móti manni en inngangurinn, forstofa og sjónvarpsherbergi eru með steyptum veggjum og okkur fannst viðeigandi að undirstrika gráan tón þar með lituðu spartli frá Farver sem við blönduðum í litnum “Hraun” hann kom ótrúlega skemmtilega út og var ótrúlega einfalt að bera spartlið á veggina. Það er mikið líf í spartlinu og við erum hæstánægð með áferðina.
Skrifstofan mín fékk litinn “Himbrimi” sem er fallega sage grænn litur og passaði mjög vel með IKEA innréttingum undir skrifstofugögn og lager.
Ég mæli svo sannarlega með að kíkja í Farver málningavörur sem er staðsett á Flatahraun 23, 221 Hafnarfirði