Ískaffi í boði Nettó

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Nettó

Það er mjög vinsælt núna að fá sér ískaffi og margir að nota falleg glerglös og rör í verkið sem gerir upplifunina eflaust enn betri. Ég hef aðeins verið að leika mér með sykurlaust ískaffi og það er í raun ferlega einfalt. Ég helli upp á kaffi að morgni t.d. og læt það standa á meðan í vinn eða fer í ræktina. Það er auðvitað líka hægt að smella því inn í ísskáp þar til löngunin kemur í ljúffengt ískaffi. Ég fékk þessi glös sem eru á mynd í Nettó en þau eru passlega stór og sterkleg frá merkinu Maku. Ég notaði svo fjölnota rör frá Systema enda er auðvelt að þrífa þau og ekki hætta á að þau brotni. Þar sem sumardagurinn fyrsti er löngu liðinn fannst mér sjálfsagt að njóta drykksins utandyra þrátt fyrir gula viðvörun í maí !!!!

Innihald:

  • 1 stór kaffibolli, kælið á borði eða skellið í ísskáp

  • 1/2-3/4 glas af klökum

  • 2 msk Torani sykurlaust síróp

  • 1 dl möndlumjólk ISOLA sykurlaus

  • sletta af rjóma, ég nota laktósafrían G- rjóma

aðferð:

  • Hellið upp á stóran kaffibolla, gott að hafa það vel sterkt, látið standa á borði eða smellið bollanum í ísskáp í smá stund
  • setjið ísmola í glas 1/2 glas eða 3/4 sirka af glasinu. Hellið kallinu yfir klakana.
  • Hellið svo sírópinu yfir og möndlumjólkinni
  • Setjið slettu af rjóma í lokin ( má sleppa ) en gerir drykkin ómótstæðilega góðan
  • Hrærið og njótið með röri. Namm, gleðilegt sumar
Glösin fást í Nettó frá merkinu Maku
Passið að velja sykurlausa möndlumjólk og Sugarfree síróp
Smá sprell vídeó af instagramminu #“kristaketo“