Jarðaberjaterta bóndans – Vinsæl

Maðurinn minn er sérlegur aðdáandi einfaldra rjómatertna eins og hann var vanur að fá hjá ömmu sinni. Sú var svampbotn, súkkulaðikrem, rjómi og sulta og mögulega voru einhver fersk ber á henni. Hann er ekki mikið fyrir marengs og flöff svo ég gerði fyrir hann almennilega rjómatertu á bóndadaginn. Ég var ekki ánægð með botnana sem ég fann uppskrift af á netinu svo ég breytti bara súkkulaðibotninum mínum og gerði svampbotn úr honum sem kom miklu betur út. Hann fær því round two í kvöld. Ég nota frosin jarðaber til að gera berjacompot sem ég læt síga ofan í svampinn og hún verður mjög frúttí og góð þannig. Ef þið nennið ekki að gera berjablönduna þá mæli ég með því að setja hindberjasultuna frá Good good á botninn og setja svo einfaldlega súkkulaðibita í rjóma og skreyta með berjum. Uppskriftin hér að neðan er með einföldum botni svo ef þið ætlið í hnallþóruna þá bakið þið tvisvar botninn, ekki stækka uppskriftina það verður ekki eins gott deig.

Ingredients

 • 4 egg

 • 100 g sæta sykurlaus Good good eða Nicks 50/50 sæta

 • 1 dl rjómi MS

 • 1 dl grísk jógúrt MS

 • 20 g bragðlaus kókosolía brædd eða smjör

 • 1 tsk lyftiduft

 • 1/2 tsk matarsódi

 • 50 g kókoshveiti

 • 1/2 tsk salt

 • 1 tsk vanilludropar

Directions

 • Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, grísku jógúrtina, smjör/olíu og vanilludropana.
 • Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma.
 • Hellið deiginu í eitt silikonform hringlaga, mér finnst gott að pensla aðeins botninn með kókosolíu svo kakan festist ekki.
 • Bakið í 20-30 mín á 170° hita. Látið kökuna standa í ofninum aðeins í lok bökunartímans svo hún nái að bakast í gegn. Hún fellur aðeins í miðjunni en það er í góðu lagi. Hún er mjúk og létt í sér.

Ingredients

 • 400 g frosin jarðarber

 • 1 msk sítrónusafi

 • 2 msk fínmöluð sæta

Directions

 • Sjóðið berin niður ásamt sætu og sítrónu.
 • Maukið berin í blandara eða með töfrasprota.

Ingredients

 • 500 ml rjómi

 • 50 g brytjað súkkulaði að eigin vali, sykurlaust

Directions

 • Þeytið rjómann og blandið súkkulaðibitum við helminginn á rjómanum. Setjið afganginn í sprautupoka.
 • Stingið lítil göt í kökubotninn/botnana og hellið safanum af jarðaberjamaukinu hér og þar á botninn.
 • Setjið rjómann með súkkulaðinu á botninn og svo næsta botn ofan á ef þið bakið tvöfalda uppskrift.
 • Sprautið rjómadoppum allan hringinn og hellið svo jarðaberjamaukinu í miðjuna, skreytið með rjóma og ferskum jarðaberjum.