Jólalegar piparmyntubollakökur

Þessar súkkulaðibollakökur eru alveg geggjaðar og mjög einfaldar í vinnslu. Ég setti myntu í kremið núna og það gerði þær extra jólalegar. Ef þið eigið sykurlausan bismark eða hafið gert þá er fallegt að skreyta með honum, mylja niður og skreyta með súkkulaði. En ef þið viljið ekki það bras þá eru þær bara geggjaðar án nokkurs skrauts.

Innihald:

 • 4 egg
 • 100 g sæta sykurlaus Good good, eða Sukrin Gold
 • 1 dl rjómi
 • 1 dl grísk jógúrt
 • 40 g smjör
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 50 g kókoshveiti
 • 20 g kakó
 • 1/2 tsk salt
 • 30 ml heitt kaffi uppáhellt
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, grísk jógúrtina,smjör og vanilludropana.
 • Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma.
 • Deilið nú í 12 múffuform. Ágætt að pensla aðeins formin að innan með kókosolíu því kókoshveitið á það til að festast í bréfinu.
 • Bakið í 20 mín á 170°hita.

Inniahald krem:

 • 80 g sæta, t.d. Good good sæta möluð fínt
 • 125 g rjómaostur hreinn
 • 250 ml rjómi, gott fyrir magann að nota laktósafrían
 • 1 tsk piparmyntudropar

aðferð:

 • Þeytið saman sætu og rjómaostinn ásamt piparmyntu.
 • Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunum á skálinni.
 • Setjið nú allt á fullt og þeytið þar til toppar myndast í kreminu.
 • Sprautið kreminu með fallegum stút og skreytið með súkkulaði og myntumulning ef þið eigið. Uppskrift er hér á bloggi en ef þið gerið þá mæli ég með að fara varlega en ég notaði Thermomix til að gera minn brjóstsykur.