Kakan hans Sólons

Eins og allir vita líklega sem fylgja mér á Instagram þá vorum við að eignast lítinn sætan hvolp sem heitir Sólon. Hann fæddist 8.maí en við misstum af því svo við bökuðum bara köku þegar hann kom á heimilið. Þessi er bara einföld súkkulaðikaka sem ég gerði í einu formi en ég notaði svo tupperware form fyrir páskaegg til að gera trýnið og eyrun. Bara einfalda hlutina það er besta leiðin. Stútinn til að gera “hárin” fékk ég í Allt í köku og virkaði hann fínt, ég mæli með sprautupokunum úr IKEA þeir eru merkilega sterkir og hagstæðir, fást í matarhorninu við útganginn.

innihald:

 • 200 g sæta, t.d. Sweet like sugar
 • 180 g ljóst möndlumjöl, H berg er mjög gott
 • 50 g kakó ég nota Nóa Siríus
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk lyftiduft
 • 115 g smjör eða olía,t.d. steikingarolían frá Olifa eða kókosolía
 • 240 g möndlumjólk ósæt
 • 1/2 tsk Xanthan gum

aðferð:

 • Hitið ofninn í 180° og blástur.
 • Blandið saman öllum þurrefnum í skál
 • Blandið næst smjörinu saman við og þeytið saman
 • Bætið eggjum við og blandið áfram
 • Að lokum fer möndlumjólkin saman við og deiginu hellt í mót. Ef þið eruð að gera svona skrautköku þá er hægt að baka í móti eða hringbotn og eins og ég nefndi hér að ofan, nota minni form til að móta trýni og eyru.

Kremið sjálft:

Sólon er af tegundinni Maltese
Kúritæm