Kanilmöndlur

Namm lyktin af brenndum möndlum með sykri … ó boy. Þetta er allstaðar í kringum jólin og ég fann síðast lyktin á netverslunarmarkaðinum í Víkinsheimilinu og rifjaði þá upp uppskrift sem ég gerði oft og er einstaklega fljótleg. Ég notað örbylgjuofninn en það má líka gera þetta á pönnu eða í ofni. Örbylgjuofninn gerir samt eitthvað sérstakt og þær verða fallega glansandi og flottar.

innihald:

  • 100 g möndlur með hýði
  • 2 msk sæta, Good good eða Sukrin Gold
  • 1 msk rjómi
  • 1/2 tsk -1tsk af kanel
  • 1/4 tsk kakó, má sleppa

aðferð:

  • Hrærið vel í blöndunni í skál sem þolir að fara í örbylgjuofn
  • Setjið í ofninn á hæsta styrk og eldið í 30 sek í senn, hrærið á milli og endurtakið 3-4 sinnum.
  • Dreifið tilbúnum möndlunum þá á smjörpappír og látið kólna.
  • Njótið svo á aðventunni, eða bara strax.