Kanilmúffur og heitt kakó

Að vakna á jóladagsmorgun með glænýja bók er eitthvað annað, sérstaklega þegar maður á fjölskyldu sem boðar okkur ekki í jólaboð fyrr en kl 18.00 og þá mega allir koma í náttfötunum þessvegna. Hér er uppskrift af kanilmúffum sem voru einstaklega fljótlegar, bara hrærðar í skál og bakaðar á mjög stuttum tíma. Ég notaði collagen duft í þessar og í glassúrnum er pínu mct olía, s.s. ótrúlega hollur og góður morgunmatur þó ég segji sjálf frá. Það er svo ekki úr vegi að græja Nóa kakó með þessu og set ég uppskriftina með hér að neðan.

Kanilmúffur:

 • 65 g möndlumjöl
 • 10 g kókoshveiti
 • 15 g collagenduft
 • 3 egg
 • 2 msk sæta
 • 1 msk eplaedik
 • 10 g Husk duft
 • 1 kúfuð tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk vanilludropar líka gott að nota kardimommudropa
 • salt klípa

Krydd:

 • 1 tsk kanill
 • 2 msk sæta, Sukrin Gold eða Sweet like sugar

aðferð:

 • Hrærið saman öllu í múffurnar, einfalt að gera bara í skál.
 • Uppskriftin er í um 4 stórar múffur.
 • Hellið kryddblöndunni út í deigið og veltið gróflega saman með nokkrum stuttum hreyfingum.
 • Dreifið deiginu í silkonmúffuform t.d. eða muffinsform
 • Bakið í ofni við 200°C hita í um það bil 20 mín.

glassúr:

 • 50 g fínmöluð sæta
 • 1 msk kakó
 • soðið vatn
 • 1 msk mct olía eða brætt smjör
 • nokkrir möndludropar eftir smekk

aðferð:

 • Pískið öllu saman í glassúrinn og hellið svo varlega yfir hverja múffu.

Nóakakó:

 • 100 ml rjómi eða ósæt möndlumjólk
 • 200 ml vatn
 • 2 msk bökunarkakó eða heilagt kakó Kamillu
 • 2 msk Sukrin Gold
 • 1/2 tsk vanilldropar
 • nokkur saltkorn

aðferð:

 • Blandið öllu innihaldinu í pott og hitið að suðu.
 • Frjálst er að setja síðan í nutribullet til að ná fram silkimjúkri áferð en þó ekki nauðsynlegt.
 • Best er að bera þetta kakó fram með þeyttum rjóma eða marengstoppum. Og ég mæli með að nota laktósafrían rjóma sem fer betur með mallakútinn.