Kanilsnúðar úr ostadeigi

Já grunndegið sem ég nota fyrir skinkuhornin góðu hentar prýðilega fyrir svo margt annað eins og skinkusnúða sem og kanilsnúða. Hér er útfærsla af kanilsnúðum sem komu ægilega vel út.

Ingredients

 • 150 g rifinn mosarellaostur

 • 25 g rjómaostur

 • 25 g kókoshveiti

 • 1 tsk HUSK

 • 1 msk sæta

 • 1 tsk vanilludropar, má nota kardimommur líka

 • 60 g eggjahvítur eða um 2 hvítur stórar

 • 1 tsk vínsteinslyftiduft

 • Fylling:

 • 2 msk brætt smjör

 • 1 msk kanill

 • 2 msk Sukrin Gold

 • marsipan niðurkurlað frá Sukrin, má sleppa

Directions

 • Hitið ofninn í 210 ° hita með blæstri.
 • Hitið allt saman í örbylgjuvænni skál í örbylgjuofni á hæsta hita í 30 sek í senn þar til deigið hefur blandast vel saman, hrærið á milli atriða, ég mæli með Tupperware örbylgjukönnunni sem er með loki, algjör snilld. Ef þið notið Thermomix þá stilli ég á 4 mín / hiti 85°/hraði 3 , gott að skafa niður úr hliðum og hita aðeins meira og þeyta ef þarf.
 • Dreifið úr deiginu á milli tveggja laga af smjörpappír.
 • Myndi aflangan ferhyrning og smyrjið bræddu smjöri á deigið.
 • Dreifið nokkrum klípum af marsipankurli ef þið notið yfir deigið. Annars stráið þið Sukrin Gold og kanil yfir og rúllið svo deiginu þétt upp.
 • Skerið í sneiðar með beittum hníf.
 • Bakið snúðana í ca 10-15 mín fer eftir hversu öflugur ofninn er en mér finnst betra að baka fljótt og á háum hita svo snúðarnir lyfti sér vel.
 • Njótið elskurnar strax eða frystið og hitið upp einn og einn snúð þegar hungrið kallar.