Karamellu collagen sheik

Ég elska frappa og sérstaklega karmellufrappa á Starbucks sem er algjörlega no no á ketó eða lágkolvetna. Ég reyni stundum að biðja um sykurlausan en oftast er sykur í einhverju coffeebase eða þeir sprauta karmellu yfir allt svo ég er nánast hætt að reyna þetta á Starbucks erlendis. Þarf að finna einhvern mega safe drykk, annan en espresso með rjóma, ef þið hafið einhverjar hugmyndir þá eru þær vel þegnar. En allavega ég græja þennan stundum og fæ alveg frappakikkið úr honum. Nú notaði ég collagen frá Feel Iceland og það kom smooooth áferð á hann sem ég fíla í ræmur. Ég frysti möndlumjólk í klakapokum og á til í frysti sem er algjör snilld.

innihald:

  • 100 g möndlumjólkurklaki
  • 100 g möndlumjólk
  • 50 ml rjómi
  • 2 skeiðar collagen
  • 1 msk karamellu Torani síróp sykurlaust eða sambærilegt t.d. Callowfit
  • 1/2 tsk skyndikaffiduft ef þið viljið kaffifrappa

Aðferð:

  • Setjið allt í blandara og mixið þar til drykkurinn er silkimjúkur, ef það er of mikill klaki þá má bíða aðeins og blanda svo aftur eða bæta við smá vatni.
  • Hellið í flott glas og skreytið með þeyttum rjóma og smá karmellusósu. Nommm.