Karrýgrjónasalat

Já þetta hljómar eins og ég sé að missa vitið, grjón hvað, þau eru ekki æskileg á lág kolvetna, en o boy það sem blómkál er gott niðurrifið í góðri sósu, minn maður þetta salat er geggjað gott og hentar bæði með kexi, ofan á lágkolvetna ristaða brauðsneið eða hreinlega bara beint úr skál með skeið. Þetta minnir mig á gömlu góðu karrýréttina með sinneps og karrýsósunni enda inniheldur sósan bæði sinnep og karrý. Það má svo líka skella þessum rétti í ofninn í eldföstu móti og baka með rifnum osti yfir.

innihald:

 • 1 meðalstór blómkálshaus
 • 1 rauð paprika, má líka nota gula og rauða í bland
 • 130 g mæjónes
 • 50 g sýrður rjómi 36%
 • 2 tsk karrý, meira ef þið viljið
 • 1/2 tsk hvítlauksalt
 • 2 msk sinnep Dijon
 • 1 – 2 msk Fiber sýróp ljóst
 • 1 bakki kaldur kjúklingur, t.d. Holta, niðurrifinn og eldaður
 • salt og pipar eftir smekk

aðferð:

 • Rífið blómkál niður í matvinnsluvél
 • Skerið papriku í litla bita og setjið saman við blómkálið
 • Bætið kjúkling saman við og hrærið
 • Blandið öllu saman í sósuna og hellið svo yfir blómkálið. Hrærið vel og kryddið eftir smekk.
 • Þetta er geggjað á ristað brauð
 • Það má líka skella réttinum í ofn í 15-20 mín á 180° með miklu af rifnum osti yfir og bera fram heitan. Þetta er því pínu tveir fyrir einn réttur.