Karrýkjúklingur

Þessi réttur hefur fengið mikið lof enda afspyrnu einfaldur og góður og hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Hann er saðsamur og extra góður með blómkálsgrjónum, börnin geta fengið hrísgrjón ef þau vilja en allir geta notið kjúklingaréttarins.

innihald:

 • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
 • 2 dl rjómi
 • 1 rauð paprika
 • 2 msk rjómaostur
 • 1/2 piparostur
 • 1 kúfuð msk karrý
 • 1/2 hvítlaukur
 • salt og pipar

aðferð:

 • Steikið hvítlauk upp úr olíu og því næst niðurbrytjaðan kjúkling.
 • Bætið papriku saman við á pönnuna og kryddið.
 • Hellið næst rjóma yfir og bætið ostinum á pönnuna. Látið bráðna vel saman.
 • Þessi réttur er mjög góður með blómkálsgrjónum sem eru möluð smátt.
 • Gott er að hella 1 msk af hrísgrjónaediki yfir og 1 tsk af rifnu engiferi til að fá ferskt og gott bragð.