“Kartöflu” hnúðkálssalat

Jæja nú styttist í grilltímabilið og þeir sem sakna þess að fá ekki kartöflusalat með lærisneiðunum geta tekið gleði sína á ný því hnúðkál er hinn fínasti staðgengill þegar kemur að kartöflum. Hnúðkál er með um það bil 2.2 netcarb í 100 g svo það er góður kostur. Ok auðvitað er þetta ekki alveg eins og gömlu góðu kartöflurnar en svei mér þá ég var mjög hissa og skóflaði þessu alveg í mig. Hér er uppskriftin og ég mæli með að þú prófir.

P.s. Hnúðkálið er líka gott niðurskorið í strimla með góðri ídýfu.

Innihald:

 • hnúðkál ca 2 stk

 • 3 msk mæjónes, gott að sirka aðeins útfrá hnúðkálsstærð

 • 1 msk sinnep

 • salt og pipar

 • 1 msk eplaedik

 • 2 sellerí stangir

 • 1/3 smátt skorinn rauðlaukur

 • 1 tsk sykurlaust síróp t.d. Sukrin sirup gold

 • 2 msk smátt skorin steinselja, gott að nota ferska

aðferð:

 • Skerið hnúðkálið í hæfilega munnbita. Gufusjóðið eða sjóðið í léttsöltuðu vatni í um það bil 15-20 mín. Hellið síðan yfir í sigti og látið leka vel af því meðan hnúðkálið kólnar.
 • Blandið mæjónesi, ediki og kryddum saman í skál. Bragðbætið með sinnepi, sírópi og steinselju og blandið síðan kældu hnúðkálinu saman við ásamt rauðlauk og sellerí.
 • Smakkið til með salti og pipar og skellið öllu í kæli í lágmark klst. Mér finnst best þegar salatið er vel kalt.
 • Berið fram með kjöti, fisk, grillmat.. hverju sem er.
Svona lítur hnúðkál út.