Kjöt í karrý…í Thermomix

Kjöt í karrý er einn af mínum uppáhaldsréttum úr æsku hjá henni mömmu. Hún elskar ekkert endilega að elda en kjöt í karrý er hennar “thing” Hún sauð alltaf fullan pott af kartöflum, annan pott af snjóhvítum hrísgrjónum og bakaði svo upp geggjaða karrýsósu fyrir okkur sem við sleiktum af diskunum. Ég reyndi ekki einu sinni að leika þetta eftir fyrr en nú um daginn þegar ég gafst upp og púkinn í mér heimtaði að fá kjöt í karrý !!!

Þetta var auðvitað lítið mál, sósunna gerði ég úr piparosti og rjóma, halló og grjónin auðvitað blómkálsgrjón sem gerðu mér einfaldlega kleift að borða meira af kjötinu góða og sósu haha allir græða. Ég mæli með þessari karrýsósu á hvað sem er og þú verður ekki svikinn af bragðinu.

Innihald:

 • lambakjöt, súpukjöt eða lærisneiðar

 • olía

 • karrý

 • salt/pipar

 • vatn

aðferð:

 • Gott er að steikja kjötið aðeins upp úr olíu og krydda með salti, pipar og karrý áður en það er sett í pott með vatni.
 • Ég sauð kjötið í um það bil 60 mín og það varð dásamlega meirt og gott.

sósa:

 • 1 hringlaga piparostur

 • 1 dl rjómi

 • 1 súpukraftsteningur, lamba eða kjúklinga

 • 2 dl vatn eða nota soðið af kjötinu

 • 1 kúfuð msk karrýduft

aðferð:

 • Setjið piparostinn í eldunarskálina, saxið 5 sek/hraði 8
 • Bætið nú við rjóma, soði, krafti og karrý og sjóðið sósuna í um það bil 8 mín / 90°/hraði 2
 • Maukið vel sósuna eftir suðuna eða 30 sek / hraði 5
 • Þynnið ef þörf er á og hitið lengur 2 mín/ 100°/hraði 1
 • Þetta ber ég fram með blómkálsgrjónum en ég set heilt blómkálshöfuð í skálina í grófum bitum og saxa 5 sek / hraði 7 hjálpið til með sleifinni ef það þarf.