Kjúklingur í parmesanraspi

Það þarf ekki að flækja hlutina mikið til þess að þeir séu góðir. Hér skar ég kjúklingabringur í tvennt, makaði mæjónesi á hvorn helming og dreifið parmesan og möndlumjöli yfir ásamt kryddum. Það má líka búa til hálfgerðan graut úr mjölinu og mæjóinu og smyrja ofan á bringurnar, fiskinn eða grísakótiletturnar. Einfalt og gott og bakaði svo í ofni í 20 mín ca. Þessi réttur er góður með öllu, t.d. súrkáli.

Kjúklingarasp á 3-4 bringur:

  • 60 g paremesanostur
  • 2 msk möndlumjöl
  • 2 msk mæjónes
  • kjúklingakrydd, t.d Eðal kjúklingakrydd
  • þurrkuð steinselja
  • skinkumyrja er sniðug sem fylling

Aðferð:

  • Smyrjið kjúklingabringur sem eru skornar í tvennt með mæjonesi.
  • Blandið saman rifnum parmesanosti eða dufti við möndlumjöl, kryddið vel með kjúklingakryddi og steinselju og dreifið svo yfir bringurnar.
  • Setjið smjörklípu í fatið með kjúklingnum og hitið við 220° í ca 15-20 mín.
  • Þeir sem vilja geta sett smá skinkumyrju inn í bringurnar, skerið þá litla rauf og smyrjuð smá skinkumyrju inn í.