Kjúklingavængir með sætri chilisósu

Já ég datt í enn einn flippgírinn eftir að ég rakst á uppskrift á blogginu hjá ragna.is en hún er algjör ástríðu gúrmet kokkur og er sífellt bakandi og eldandi girnilega rétti. Hún er alls ekki ketó og bakar girnilegustu súrdeigsbrauð í heimi en ég læt duga að slefa á skjáinn og fer svo inn í eldhús og sný við því sem mig langar að smakka. Að þessu sinni voru það kóresku kjúklingavængirnir en mig langaði að prófa að djúpsteikja þá en nota pofiber sem kom bara ótrúlega vel út. Vængirnir yrðu fallega brúnir eftir góðan tíma en ég notaði palmín feiti til að þurfa ekki að nota sólblóma eða repjuolíu. Minna mál en ég hélt og ég kláraði svo vængina í airfryer til að vera 100% á að þeir væru eldaðir í gegn. Ég mun leika mér áfram með þetta og sósan með henni var lítið mál að snúa og þetta var allt étið upp til agna. Ég bar fram ferska hvítlaukssósu sem ég rakst á hjá Sigga Hlö og það var líka ekkert mál að gera hana ketóvæna. Geggjað kombó allt.

Vængir:

 • kjúklingavængir ég notaði 1 bakka en sósan dugar í 2

 • 3 cm engifer, rifið

 • salt og pipar

 • 20 g pofiber, 40 g ef notaðir eru 2 bakkar

 • 1 kubbur palmínfeiti, 2 ef notaðir eru 2 bakkar

Aðferð:

 • Hlutið vængina niður í 3 hluta og hendið mjóa vængendanum
 • rífið engifer niður og stráið yfir kjúklinginn
 • saltið og piprið eftir smekk
 • veltið vængjum upp úr pofiber
 • hitið palmín olíuna í potti þar til hitinn kemst í ca 175 °
 • steikið vængina ca 4 í einu í 5 mín
 • leggið á þerripappír og klárið að steikja allan skammtinn
 • hækkið nú hitann í 180° og steikið alla vængina aftur í 3-4 mín
 • eftir þetta skellti ég mínum í nokkrar mín í airfryer á 200°til að fullelda en það þarf mögulega ekki. Ég vildi bara vera viss. Mætti líka skella í heitan ofn á meðan sósan er undirbúin.

Chilisósa:

 • 2 msk Felix tómatsósa

 • 2 msk Tamari soja sósa sem er glúteinlaus

 • 1 msk sesamolía

 • 1 msk chilipaste frá Blue Dragon fæst allstaðar

 • 1 rifinn japanskur hvítlaukur eða 2 rif

 • 3 msk sukrin gold

 • 3 msk sukrin gold síróp

 • Samsetning:

 • sesamfræ

 • vorlaukur, græni hlutinn

aðferð:

 • Setjið allt innihald í pott og látið suðuna koma upp varlega
 • Hrærið í sósunni og ekki láta hana brenna. Sósan er miðuð við 2 bakka svo hægt er að setja smá til hliðar og nota rest yfir kjúklinginn. Annars fannst mér geggjað að hafa nóg af sósunni.
 • Hellið sósunni nú yfir kjúklingavængina og veltið saman. Stráið sesamfræjum yfir og 1 msk ca af niðurskornum vorlauk, græni parturinn. Berið fram og gangi ykkur vel að fá ykkur.
fæst í Bónus og mögulega Fjarðakaup
æðislega góð grillsósa Sigga Hlö

Sósan sem ég bar fram með réttinum hentar í marga rétti og ég ætla því að hafa link á hana sérstaklega HÉR.