Kjúklingur í barb-q

Mér finnst barb-q sósa mjög góð en auðvitað eru þær til í ansi mismunandi gæðum og innihaldið oft langur listi. Ég gerði núna mína eigin útgáfu til að setja á kjúklingaleggi og hún kom vel út. Ef þið komist í liquid smoke frá Stubbs þá gerir það heilmikið fyrir bragðið. Ég hellti svo sósunni á kjúklingaleggina sem ég var búin að steikja í Airfryer, má nota ofn auðvitað og bakaði svo aðeins í ofni. Þetta var mjög svo bragðgott og klikkar ekki á góðu föstudagskvöldi.

Sósan:

 • 1 dós niðursoðnir tómatar t.d. Mutti
 • 1 msk tómatpaste
 • 2 msk eplaedik
 • 3 msk Sukrin Gold
 • 1 msk Worchestersósa
 • 1 1/2 tsk hvítlauksduft
 • 1 tsk laukduft
 • 1 tsk salt
 • 1 msk tabasco sósa eða Franks hot sauce
 • 1/2 tsk chilliduft
 • 2 msk smjör
 • 1 1/2 msk “liquid smoke” frá Stubbs má sleppa en gerir mikið

aðferð:

 • Setjið allt innihald í pott og hitið þar til fer að sjóða, takið þá pottinn af hellunni og maukið allt saman með töfrasprota. Látið sósuna malla í 10 -15 mín á lágum hita þar til hún þykknar upp.
 • Notist á kjúklingaleggi, bollur, rif og það sem hugurinn girnist.