Kjúklingur með hvítkálspasta

Þessi réttur er svo bragðgóður og alltaf hægt að smella í t.d. ef til eru afgangs ostar eftir saumaklúbbinn eða veisluna.

Það er bæði hægt að nota tilbúinn kjúkling í réttinn eða steikja eða hita bringur í Airfryer. Þetta er soldið svona ískápamix.

Innihald:

 • 1/2 haus hvítkál smátt skorið

 • 2 msk ólífuolía

 • 3 kjúklingabringur

 • salt og pipar

 • kjúklingakrydd eftir smekk

 • 1 hvítlauksostur hringlaga

 • 1/2 brieostur eða annar mjúkur ostur

 • 2 dl rjómi

 • 1  súputeningur kjúklinga

 • steinselja

 • 1-2 tsk Tamari soya sósa

Aðferð:

 • Skerið hvítkál í strimla og sjóðið í potti þar til kálið er orðið mjúkt. Sigtið vatnið frá og geymið á meðan kjúklingur er útbúinn.
 • Skerið niður kjúklingabringur og kryddið, steikið á pönnu eða hitið í Airfryer.
  Þegar kjúklingur er eldaður er olía hituð á pönnu og hvítkálið léttsteikt.
  Rífið niður eða skerið osta í teninga, bætið út á pönnuna ásamt rjóma og kryddið til með súputening, tamari sósu . 
 • Að lokum fer hvítkálið saman við og gott að krydda með ferskri steinselju