Kókosbollu bollakökur

Já þið lásuð rétt því þetta krem…. það er alveg eins og fylling í kókosbollum. Með því að súkkulaðihúða kremið í lokin gerir alveg útslagið. Það má alveg nota súkkulaðikökubotn að eigin vali en á síðunni má finna nokkra mismunandi. Það mætti gera kúrbítskökusúkkulaðideig sem er hér fyrir neðan. Mæli líka með bollakökunum í þessari uppskrift hér.

Bollkökur

 • 4 egg
 • 250 g kúrbítur
 • 60 g kókoshveiti
 • 110 g sæta,Good good og Sukrin Gold t.d. í bland
 • 45 g kakó
 • 1/2 tsk kanell
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/3 tsk sjávarsalt
 • 55 g brædd kókosolía
 • 1 tsk vanilludropar

aðferð:

 • Rífið kúrbítinn niður með rifjárni eða í matvinnsluvél.
  Óþarfi að afvatna hann.
 • Blandið öllum þurrefnum saman og takið til hliðar.
 • Blandið næst eggjum, kókosolíu og vanillu saman við kúrbítinn, blandið svo öllu vel saman og gott að nota hrærivél eða
  Thermomix matvinnsluvél.
 • Bætið þurrefnum saman við og hrærið
 • Hellið deiginu í bollakökuform 12 stk
 • Bakið á 170 ° með blæstri í 15-20 mín.

Innihald krem:

 • 110 g ljóst sýróp Fiber
 • 1 eggjahvíta
 • 40 g fínmöluð sæta, Good good í blender eða nota Sukrin Melis
 • 50 g kókosmjöl
 • 1/2 tsk vanilluduft eða vanilludropar

aðferð:

 • Byrjið á því að píska eggjahvítu, sætu og sýróp í hrærivélaskál yfir vatnsbaði. Hér má setja vanilludropa ef þeir eru notaðir.
 • Þegar blandan er farin að þykkna aðeins og hvítna þá má færa skálina yfir í hrærivél og þeyta í þónokkrar mínútur eða þar til þykkt marengskrem myndast.
 • Bætið þá við 50 g af kókosmjöli og vanilludufti, ef þið notið það frekar en dropa og blandið varlega saman með sleikju.
 • Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið hæfilegum toppum á kældar bollakökurnar.
 • Mér fannst æði að hita súkkulaði yfir vatnsbaði, dýfa kökunum á hvolf ofan í og kæla svo aftur, gott að nota 1 msk af kókosolíu í súkkulaðið til að þynna það út.

aðferð með thermomix:

 • Byrjið á að setja sætuna í skál, malið 10 sek/hraði 10
 • Vigtið næst kúrbít í skálina í stórum bitum, maukið 5 sek / hraði 5
 • Blandið nú þurrefnum í sér skál ofan á lokinu og notið vigtina, takið til hliðar.
 • Bætið eggjum við í skálina ásamt bræddri kókosolíu og þeytið 1 mín / hraði 5
 • Blandið næst þurrefnunum öllum saman við og hrærið saman 30 sek / hraði 5
 • Dreifið deiginu í muffinsform og bakið 15-20 mín á 170° með blæstri.