Kókoskúlur

Hver man ekki eftir að hafa “bakað” kókoskúlur og líklega hefur það verið fyrsta minning margra í eldhússtörfum með mömmu. Kókoskúlugerð voru allavega fastur liður hjá okkur systkinunum en þá sneisafull af flórsykri og haframjöli að mig minnir. Þessar gefa þeim ekkert eftir en nú innihalda þær hampfræ og chiafræ sem eru dásamleg ofurfæða. Það er vel hægt að lauma þessum kúlum að börnunum án samviskubits.

Kókoskúlur

 • 100 g smjör, mjúkt
 • 50 g Good good sæta, gott að fínmala í blandara
 • 25 ghampfræ, 1/2 dl
 • 25 g chia fræ, 1/2 dl
 • 90 g malaðar möndlur eða möndlumjöl
 • 1 tsk rommdropar ( eða vanillu )
 • 2 msk kalt kaffi eða soðið vatn
 • 20 g kakó, (2 msk)
 • 1 dl gróft kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Aðferð:

 • Maukið allt innihald í kröftugum blender.
  Ég nota Thermomixinn minn í allt svona en það má líka nota hrærivél.
  Kælið allavega í 1 klst og mótið svo kúlur úr deiginu.
 • Veltið kúlunum upp úr grófu kókosmjöli. Raðið þeim fallega á disk, kælið eða frystið. Þessar eru dásamlega góðar með kaffinu.