Kókosterta prinsessunnar

Jæja ég var í babyshower boði um helgina og þar var á boðstólum dásamlega girnileg kókosterta sem mig dauðlangaði að smakka. Ég fékk helstu upplýsingar frá bakaranum og fór beint heim í að endurgera hana án sykurs. Kakan heppnaðist þrælvel og er gerð eftir forskrift Elínar Örnu og Höllu vinkonu hennar en Elín forðast glútein í mataræði sínu og þessi kaka er nefninlega bæði sykur, hveiti og glúteinlaus. Það er hægt að gera hana með smjörlíki og þá er hún alveg mjólkurlaus líka. En eggjalaus er hún ekki og það eru talsvert margar hvítur notaðar í hana eða um 12 stk.

Ingredients

 • 8 eggjahvítur

 • 240 g fínmöluð sæta

 • 280 g fínt kókosmjöl

 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft

Directions

 • Stífþeytið eggjahvítur þar til þær eru freyðandi, best er að nota fersk egg í þessa köku en ekki úr brúsa. En þó má bjarga sér með brúsa ef maður hefur ekki tíma.
 • Bætið fínmöluðu sætunni saman við í skömmtum og þeytið vel ásamt vínsteinslyftiduftinu.
 • Að lokum fer kókosmjölið saman við og blandið saman varlega.
 • Setjið deigið í 2 springform og gott að hafa smjörpappír í botninum til að losa botnana frá þegar þeir hafa kólnað.
 • Bakið í 40 mín á 140 °hita með blæstri

Ingredients

 • 100 g sykurlaust súkkulaði

 • 4 eggjarauður

 • 100 g smjör

 • 50 g fínmöluð sæta

Directions

 • Bræðið smjörið í potti
 • Bætið súkkulaði saman við og hrærið ásamt sætunni
 • Bætið eggjarauðunum við og þeytið kröftuglega þar til hjúpurinn er sléttur og felldur
 • Ef hjúpur skilur sig þá má setja rjómaslettu saman við og hita aðeins upp aftur.
 • Dreifið hjúpnum á hvorn botn fyrir sig og kælið

Ingredients

 • 225 ml Fibersýróp glært

 • 3 eggjahvítur eða um 90 g úr brúsa

 • 80 g fínmöluð sæta, ég nota Good good

 • 250 g ósaltað smjör

 • 1/3 tsk salt

 • 1 tsk vanilludropar, eða bragð að eigin vali

Directions

 • Byrjið á því að setja upp pott með vatni og hitið. Setjið hrærivélaskál, gott að nota stálskál ef þið eigið slíka ofan á pottinn ( hafið pottinn það lítinn að skálin snerti ekki vatnið) og vigtið í hana sætu, sýróp og eggjahvítur.
 • Þeytið eða pískið saman þar til sætan hefur leyst upp í skálinni og blandan er hætt að þykkna.
 • Þurrkið nú skálina og færið yfir í hrærivélina. Setjið allt á fullan kraft. Notið þeytarann á hrærivélinni.
 • Þegar marengs hefur myndast í skál og skálin orðin köld aftur eftir vatnsbaðið þá má setja smjörið saman við í litlum skömmtum.
 • Skiptið yfir í K spaða ef þið eigið slíkan eins og fylgir mörgum standandi hrærivélum því smjörið þeytist betur með honum. Smjörið á að vera kalt viðkomu en samt það mjúkt að það myndist dæld ef fingri er þrýst ofan í það.
 • Þeytið vel á milli hvers smjörbita og endurtakið þar til allt er komið saman við kremið.
 • Blandið næst bragðefnum við, t.d. vanillu og síðan salti og þeytið áfram.
 • Setjið krem ofan á hjúpinn á öðrum kókosbotninum, setjið næsta botn ofan á og skreytið svo kökuna með því sem er eftir af kreminu.
Það kemur vel út að skreyta kökuna með kókosflögum og gefur henni þetta EXTRA.