Kókostoppar

gbllb

Innihald:

 • 200 g glært Fiber síróp
 • 50 g eggjahvíta, eða um 2 hvítur
 • 2 msk Sukrin Melis
 • 80 g kókosmjöl
 • nokkrir dropar vanilla
 • súkkulaðidropar til að setja á hverja köku

aðferð:

 • Setjið innihald í hrærivélaskál og hitið yfir vatnsbaði, pískið í blöndunni á meðan hún hitnar, þetta hjálpar til við að ná fallega glansandi marengs sem verður glerharður við bakstur.
 • Færið skálina næst yfir í hrærivélina og stífþeytið þar til toppar myndast.
 • Blandið kókosmjölinu varlega saman við og veltið saman með sleikju.
 • Búið til litla toppa á smjörpappír eða silikonmottu og notið 2 skeiðar í verkið.
 • Setjið súkkulaðidropa eða niðurskorinn bita, á hverja köku.
 • Bakið í 1.30 mín til 2 klt við 100°hita með blæstri. Látið alveg kólna áður en teknir af plötunni.
 • Geymið toppana í loftþéttum umbúðum.