Kransatoppar

Nú eru margir að standa í fermingum og nokkrar eftir, allavega sjómannadagurinn svo hér læt ég fylgja uppskrift af kransatoppum.

innihald:

  • 3-4 eggjahvítur
  • 300 g möndlur án hýðis eða ljóst möndlumjöl
  • 1 tsk möndludropar
  • 120 g Good good sætuefni fínmöluð t.d. í Thermomix eða nutribullet
  • sykurlaust súkkulaði til að húða með

aðferð:

  • Blandið möndlunum saman í kröftugri matvinnsluvél eða blender þar til þær verða að mauki, bætið eggjahvítum og sætu út í ásamt möndludropum.
  • Deigið þarf að vera það mjúkt að það sé hægt að sprauta því úr sprautupoka.
  • Sprautið nú toppum á bökunarpappír og bakið í 200° hita í 8-10 mín eða þar til topparnir byrja að gyllast.
  • Þeir stífna þegar þeir kólna.
  • Bræðið nú sykurlaust súkkulaði og dýfið botninum á toppunum ofan í þegar þeir eru orðnir kaldir. Þetta er með því einfaldara og slær algjörlega á sykurþörfina.