Þessi færsla er unnin í góðu samstarfi við Neutrogena.
Já það er engin lygi nefninlega. Kremin virka ekki ofan í skúffunni inni á baðherbergi. Þau virka hinsvegar ef þú setur þau framan í þig og það reglulega. Ég mæli því með að kíkja á lagerinn ykkar eða næla ykkur í vörur sem virka.
Ég er núna í ákveðnu átaki hvað varðar húðina mína og almenna umhirðu eins og margir hafa tekið eftir og því tók ég því fagnandi að fá að prófa nýjar vörur frá Neutrogena sem eru sérstaklega hannaðar fyrir húð sem já ok tölum bara um þetta eins og það er.. húð sem er farin að ELDAST og gefa eftir. Þar er mín húð engin undantekning enda er ég orðin 46 ára og hef ekki verið neitt allt of dugleg að sinna húðinni, hvorki hreinsa hana né nota sólarvörn. Ég ætla að kalla þetta átak, “Amma skvísa”
Ég er loksins búin að átta mig á því að með reglulegri notkun á hreinsivörum og rakagefandi kremum þá gerast undur og stórmerki.
Neutrogena línan sem er ég algjörlega ástfangin af heitir Cellular Boost og er þróuð af húðlæknum. Hún er því stútfull af virkum efnum og kemur á óvart hvað verðið er gott miðað við gæðin. Hver vill ekki krem sem virka !
Ég fékk sýnishorn af andlitsserum og augnkremi sem ég prófaði strax og óð beint í djúpu laugina. Mér var ráðlagt að nota lítið til að byrja með því það gæti sviðið undan virku efnunum en ég fann lítil sem engin óþægindi við notkunina.
Aftur á móti fann ég ótrúlega mikinn mun á húðinni og svei mér þá ef ég sé ekki árangurinn koma í ljós á hverjum degi.
Öldrun húðar er afleiðing bólgu í frumum (cellular inflammation) en bólgan verður til meðal annars vegna stress og þreytu.
Serumið og augnkremið innihalda Retinol og Hyaluronic Acid. Retinol er mild sýra sem örvar frumu endurnýjun þannig húðin endurnýjar sig fyrr og áferð hennar verður fallegri. Einnig eykur það náttúrulega framleiðslu húðarinnar á kollageni svo húðin verður fylltari og sjáanlegar hrukkur og línur minnka. Það er gott að byrja að nota vörur með retinol í þrepum (einmitt María), þar sem húðin getur orðið aðeins viðkvæmari út af virkninni. Gott er að byrja að nota retinol vörur tvisvar í viku, og auka svo tíðnina ef húðin þolir virknina.
Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þegar retinol og hexinol (sem er í andlitskremunum) er notað saman, fundu þátttakendur sjaldnar fyrir því að húðin yrði viðkvæmari heldur en ef retinol var notað án hexinols.
Hyaluronic Acid er svo náttúrulegt rakaefni sem er nú þegar til staðar í húðinni, en einnig hægist á framleiðslu þess með aldrinum. Hyaluronic Acid gefur húðinni fyllingu og kröftugan raka, þannig hún verður síður of þurr (en þá geta fínar línur og hrukkur farið að myndast).
Hyaluronic Acid hefur þann eiginleika að geta bundið allt að þúsundfalda þyngd sína í vatni djúpt ofan í húðlögunum, og hjálpar þannig húðinni að fá djúpan raka.
Þarna finn ég einmitt mestan muninn, ég er með blandaða húð og með feitt T svæði en fæ reglulega þurrkubletti í kinnar og þeir hafa alveg horfið og áferðin á húðinni er fáránlega slétt og mjúk.
Síðan fékk ég dag og næturkrem og mér finnst mikill kostur þegar dagkremin eru með sólarvörn enda búin að komast að því að versti óvinur húðarinnar er blessuð sólin. Hrukkur og krabbamein elska sól það er bara þannig því miður.
Dagkremin og næturkremið innihalda Hexinol og C vítamín. Hexinol er náttúrulegt efni unnið úr plöntum, sem örvar náttúrulega kollagen og elastín framleiðslu húðarinnar. Kollagen og Elastín eru nú þegar til staðar í húðinni en með aldrinum hægist á framleiðslu þess. Elastín gefur húðinni teygjanleika og kollagen gefur henni fyllingu, en hvorutveggja vinnur á móti hrukkumyndum og dregur úr fínum línum.
Dagkremið inniheldur einnig SPF20 sólarvörn en eitt það mikilvægasta sem hægt er að gera til að verja húðina gegn öldrun er að verja hana gegn sólinni. Einnig er mjög mikilvægt þegar er verið að nota virk krem að nota sólarvörn.
Kremið er líka svo dásamlega mjúkt og fluffy og mér líður eins og ég sé að bera á mig kökukrem haha. Smýgur fljótt inn í húðina og er æðislegt undir farða.
Ég get svo sannarlega mælt með þessari snilldar línu, þetta eru alvöru gæðaefni og virknin er svo sannarlega til staðar. Vörurnar fást í apótekum og eru framleiddar af sérfræðingum í húðsjúkdómum. Eins er hægt að nálgast vörurnar í snyrtivörudeild Hagkaupa.
Neutrogena Cellular Boost fæst í Lyf og Heilsu, Lyfju, Hagkaup, Heimkaup.is og í fleiri apótekum um allt land.