Kryddbrauð

Það er svo gott að fá sér nýbakað kryddbrauð með miklu af smjöri og osti. Þetta brauð vilja meira að segja krakkarnir borða og átta sig ekkert á hveiti og sykurleysinu. Mæli með þessu.

innihald:

 • 45 g kókoshveiti
 • 45 g möndlumjöl
 • 45 g hörfræmjöl
 • 20 g Husk
 • 2 egg
 • 3 dl möndlumjólk ósæt
 • 1 msk kanell
 • 1 tsk negull
 • 2 tsk engifer
 • 1 tsk kakó
 • 1 dl Fiber sýróp gold eða 60 g sukrin gold
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk Xanthan gum, má sleppa en gerir mjög mikið

aðferð:

 • Blandið öllu vel saman í hrærivél, hellið yfir í silikonmót eða smjörpappírsklætt brauðform.
 • Bakið við 180° í 40 mín eða þar til pinni kemur hreinn upp úr brauðinu.