Kúrbítsfranskar

Já ég hef oft talað um kúrbít og að hann sé mitt uppáhaldsgrænmeti og hér kemur hann vel út í kúrbítsfrönskum sem ég gerði með steikinni um helgina. Fáránlega einfalt í rauninni en gott að passa sig á að nota báðar hendur í verkið svo það fari ekki allt í einn ostaklump.

innihald:

  • 1-2 kúrbítar
  • 1 egg
  • 3-4 dl rifinn parmesan
  • krydd eftir smekk, t.d. rótargrænmetiskrydd frá Kryddhúsinu

aðferð:

  • Hitið ofn í 220°með blæstri.
  • Skerið niður kúrbít í tvennt, svo eftir endilöngu og síðan í strimla.
  • Pískið egg í skál og setjið rifinn parmesanost í aðra skál.
  • Kryddið parmesanostinn og veltið nú hverjum kúrbítsbita upp úr eggi með annarri hendinni, leggið í ostinn og veltið með hinni hendinni.
  • Leggið frönskurnar á smjörpappír og bakið svo í 25-30 mín.
  • Gott er að snúa kúrbítnum þegar helmingur er liðinn af eldunartímanum.