Kúrbítskryddbrauð með valhnetum í Thermomix

Kúrbítur er eitt af uppáhaldsgrænmetistegundunum mínum. Það er hægt að baka úr honum súkkulaðitertur, brauðbollur, nota í spaghetti, lasagna og svo margt fleira. Núna notaði ég hann í kryddbrauð með valhnetum og það kom mjög vel út. Ég nota að sjálfsögðu Thermomix græjuna í allt ferlið en það er að sjálfsögðu hægt að rífa niður kúrbítinn á annan hátt og nýta hrærivél í verkið. Mæli með þessu brauði, það er passlega sætt og gott með smjöri og osti. Munið bara að kreista vökvann vel úr kúrbítnum.

innihald:

 • 115 g smjör
 • 100 g sæta t.d. sweet like sugar
 • 5 egg
 • 1 1/2 kúrbítur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 150 g möndlumjöl
 • 50 g kókoshveiti
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk Xanthan gum
 • 1 msk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • 50 g valhnetur, má sleppa

aðferð með Thermomix:

 • Rífið kúrbítinn niður 10 sek/ hraði 6 og setjið í grisju eða sigti og kreistið sem mestan vökva úr honum takið til hliðar.
 • Setjið smjör og sætu í eldunarskálina og þeytið 5 sek / hraði 5
 • Setjið fiðrildaspaðann í vélina og þeytið 2 mín / hraði 2.5
 • Bætið eggjum við einu og einu og þeytið á meðan 5 mín / hraði 2.5
 • Bætið við vanillunni og þurrefnum hrærið 20 sek/ hraði 5
 • Setjið svo kúrbítinn og valhnetur saman við og hrærið 2 mín / hraði 2.5
 • Setjið deigið í form og látið standa í 15 mín.
 • Bakið svo við 170°hita með blæstri í 40-50 mín eða þar til hnífsoddur kemur hreinn upp úr kökunni. Kælið í forminu áður en skorið í sneiðar.