Kúrbítspasta Carbonara

Ég sá Völu Matt taka viðtal við einhvern ofurkokk á stöð 2 á dögunum og hann var að útbúa einfaldasta pastarétt sem ég hef séð og jafnframt alveg hrikalega girnilegan svo ég ákvað að gera mína útgáfu en nota kúrbítsstrimla. Þetta kom ótrúlega vel út og er alveg dásamlega mettandi og gott.

innihald:

 • 1-2 kúrbítar
 • 4 eggjarauður
 • 200 ml rjómi
 • 4 msk rifinn parmesan
 • 1 beikonbréf eða forsteiktir beikonkubbar
 • 2 tsk svartur pipar

aðferð:

 • Steikið beikonið og setjið til hliðar.
 • Rífið niður kúrbútinn með spaghettiyddara eða öðru rifjárni. Saltið og látið bíða í skál í 15 mín.
 • Blandið saman eggjarauðum og rjóma í skál ásamt parmesan osti og svörtum pipar.
 • Til að setja saman réttinn þá er beikonið sett aftur á pönnuna og hitað upp, hellið rjómablöndunni yfir og hrærið kröftuglega.
 • Skolið af kúrbítnum og kreistið mesta vökvann úr, bætið kúrbítnum á pönnuna og látið hitna í gegn.
 • Það þarf ekki að elda þennan rétt mjög lengi, bara rétt að ná upp hita í sósuna.
Yddarar fást víða, Byggt og búið, Fjarðarkaup, Duka