Kynnum til leiks Sigrúnu !

Það er mér alltaf mikil ánægja að sjá hvað vinna mín getur haft áhrif á aðra í sömu stöðu og ég og það sem ég get verið stolt af árangrinum hjá fullt af fólki sem fetar ketó og lágkolvetnabrautina með mér. Allir hafa sínar ástæður til að breyta til og prófa en langflestir sem ég tala við nefna bætta heilsu og það er nákvæmlega það sem ég brenn fyrir. Ég vil ekki kalla þessa vegferð mína megrun og vona að fleiri séu að átta sig á því að þetta er langhlaup og með því að taka út óþarfa matvörur og hugsa aðeins um hvað þið setjið í kroppinn þá uppskerið þið eins og þið sáið og vonandi líður ykkur betur á líkama og sál. Hér er stutt spjall við hana Sigrúnu sem er búin að taka mataræðið sitt í gegn og er hreinlega ný manneskja með dásamlega gott viðhorf til framhaldsins og búin að taka stjórnina á lífi sínu og heilsu. Ég leyfi Sigrúnu hér að taka við.

Sigrún Sigmars heiti ég og er 55 ára, fædd og uppalin í Reykjavík. Flutti 18 ára til Vestmannaeyja og bjó þar í 33 ár. Flutti 2017 á Reykjanesið. Á fjögur börn frá 25-35 ára. Svo eignaðist ég 6 stjúpbörn. Barnabörnin eru 6 og 1 á leiðinni í júní.

Hefur þú prófað marga mismunandi kúra eða breytt um mataræði á lífleiðinni?


Ó, já ég hef prufað allt. Ég byrjaði 12 ára í Línunni og þar vorum við vigtaðar 1x í viku. Svo var klappað fyrir manni ef maður hafði lést eitthvað. Held að ég sé sérfræðingur í megrun. En ég fitnaði allaf strax aftur um helmingi fleirri kíló en ég léttist um, því ég gafst alltaf upp. Ég fékk sykursýki 2005 og þurfti að fara sprauta mig smemma á þessari göngu minni. En ég breytti aldrei um mataræði heldur sprautaði ég mig bara meira svo ég gæti borðað það sem ég vildi. Ég vorkenndi mér svo. Læknarnir voru alltaf að skamma mig, því ég þyngdist og þyngdist en ég hlustaði ekki á þá. Fór bara heim og borðaði meira og meira og sprautaði mig meira til að geta fengið mér kolvetni, þá aðallega sælgæti, þó að ég væri með sykursýki.

Hvernig dastu inn á ketó mataræðið og hvenær?


Síðastliðið sumar var ég farin að sprauta mig fyrir hverja máltíð og sykursýkislæknirinn minn var ekki ánægður og skammaði mig eins og þriggja ára krakka hvað ég hafi þyngst enda var ég komin í 84 kg. Ég fór að grenja og vorkenndi mér svo að ég sprautaði mig og fékk mér nammi, því mér vantaði huggun. Þann 24.okt var ég orðin 85.5 kg og panta ég mér tíma hjá mínum heimilslækni og segi ég honum að ég er ekki ánægð með sjálfan mig, bara þyngist og þyngist. Hann spyr hvort ég vilji fara á ketó. Ég segi honum að það hef ég reynt einu sinni og orðið svo veik (ketó flensan). Þá borðaði ég bara egg og beikon. Ég hélt að uppstaðan væri bara það, kjúklingur og kjöt.
Ég segi honum að ég sé les og skrifblind. Þá sýnir hann mér myndir af sykurmagni í allskonar vörum og sagði í staðin að fá þér appelsínu, sem er með miklu sykri, fáðu þér þér jarðaber eða bláber. Hér er allt sem þú mátt borða, sagði hann við mig. Og ég bara hugsaði HA ! þetta allt má ég borða þetta? Já segir hann. Og þarna á þessu augnabliki breyttist eitthvað í huganum mínum.
Ég fór að googla ketó og þá kom Krista ketó upp og fór ég að fylgja henni á Instagram. Ég var bara alveg gapandi á öllum uppskriftunum sem hún gerði og sagði ég við sjálfan mig að ég gæti þetta nú alveg. Og byrjaði ég strax á LKL, til að venja mig við og svo var það 8. Nóv sem ég byrjaði á ketó.

Hvað var erfiðast við að byrja?

Það var að finna mér morgunmat. Ég var vön að fá mér alltaf Cheerios eða Sultanabran, en ég gat það ekki lengur. Svo nú fæ ég mér 1 msk af grískri jógurt með rjóma, 2 dropum af vanillu sætu, jarðaber, bláber og morgunmúslíið mitt.

Hvað hefur ketó mataræðið að bera fram yfir annað?


Á ketó matræðinu get ég næstum því borðað allt sem inniheldur ekki sykur, glúten, hveiti og kolvetni. Á ketó er ég hætt að sprauta mig fyrir hverja máltíð, því ég einfaldlega þarf þess ekki. En ef ég væri á hinu fæðinu, þá væri ég enn að sprauta mig fyrir hverja máltíð og örugglega þyngst meira. Ég geri mitt brauð og morgunkorn og elda fullt af gúrme mat, allt ketó.

Er eitthvað sem þú saknar frá fyrra líferni?
Eiginlega ekki. Ég get galdrað fram gómsæta ketórétti þ.s ég ketóvæna gömlu réttina mína sem ég var alltaf með. T.d að fá sér ketó núðlur með kjúkling og grænmeti. Áður fyrr elskaði ég að fara á tælenskan og fá mér núðlur en nú get ég búið til minn ketó núðlukjúllarétt.

Hvernig mælir þú árangurinn þinn og hvað myndir þú segja að skipti mestu máli hvað hann varðar?


Í fyrsta lagi er það blóðsykurinn minn. Hann er komin úr 10 -12 niður í 4-6.5. Ég er hætt að sprauta mig fyrir hverja máltíð en ég sprauta mig enn fyrir nóttina.
Ég hef misst 10 kg frá 8. Nóv og öll föt orðin of stór. Mér líður svo miklu, miklu betur. Ég er miklu jákvæðari og finnst ekkert mál að vera á ketó.

Stefnir þú á að viðhalda þessum lífstíl til frambúðar?


Já það ætla ég að gera. Takmarkið mitt er að hætta að sprauta mig líka fyrir nóttina. Það kemur vonandi þegar ég léttist meira. Mér líður svo miklu betur á ketó og ég get ekki hugsað mér að fara í gamla farið aftur.

Uppáhalds réttur?

Hummmm þeir eru svo margir. Ég elska náttúrulega ketó normalbrauðið, sem ég endurgerði frá uppskrift frá Kristu ketó. Uppskrift hér:

Svo er ég voða hrifin að skera niður kjúlla bringur, krydda og steika á pönnu.
Setja blómkál, broccolí og haricots baunir í pott og sjóða í ekta smjöri.
Setja rjóma yfir kjúllann og rífa niður sveppa ost(þessi hringlóttu) og setja útí. Sjóða kjúllan í smá stund í svepparjómasósunni. Þetta er besti réttur sem til er.
Ég elska líka brúnu lagtertuna hennar Kristu Ketó og bragðarrefinn hennar.

Ertu með dæmi um týpískan dag:

Morgunmatur:
1 kúfuð msk grísk jógurt (þynna með smá rjóma)
2 dropar vanilla stevia
Bláber og jarðber
Smá heimagert morgunmúslí


Hádegismatur:
1 soðið egg
1 brauðsneið af ketó normalbrauði
½ – 1 sneið af sviðasultu

Kaffitími:
Það er ýmislegt… t.d jarðaber, bláber, hrökkbrauð með sveppa smurosti eða 1 sneið af ketóbrauði með smjöri

Kvöldmatur:
Ýmislegt KETÓ..
t.d kjúlli eða bringur. Fiskur, hakk og ketó spagettí, grænmetis kjúlla ketó núðluréttur. Allt ofanjarðar grænmeti. Laukur er ekki ofanjarðar grænmeti en ég leyfi mér að fá pínu ef ég hef það í einhverju rétt. Það drepur engan.


Drekka mikið vatn. Það má fá sér kaffi. Fæ mér stundum Diet/Zero coke eða sykurlaust appelsín. Ég á til alltaf osta (sveppa smur er alveg sykurlaus) og rifna ostna, rjómaost, kotasælu, jarðaber og bláber.

Einhver lokaorð :
Já ég vil bara að segja að ég sé ekki eftir því að hafað keypt áskriftaleið af matarklúbbnum hjá Kristu Ketó. Hún er með hundruðir uppskrifta og það er alltaf hægt að leita til hennar ef eitthvað bjátar á.
Ef ég, kolvetnis fíkillinn, sjálf gat þetta þá hugsa ég að flesti geta farið á ketó.

Sumir hafa sagt við mig að þetta er dýrt fæði og hvernig ég hafa efni á því, því ég er öryrki. Þá segi ég á móti. Veistu það er líka dýrt að vera lasin og kaupa sprautur 1x í mánuði. Ég met heilsuna fram yfir kolvetnin. Þið ættið að sjá andlitið á þeim.

Það er svo gaman að hitta þessa skvísu og sjá útgeislunina gjörsamlega sem stirnir af henni.
Takk fyrir spjallið Sigrún.