Lagkaka úr Funksjonell mixi

Það eru ekki allir að nenna að eyða miklum tíma í eldhúsinu þegar kemur að bakstri og jólaundirbúningi en með því að nota kökumixin frá Funskjonell er hægt að einfalda sér lífið töluvert. Þessi lagkaka bragðast mjög vel og einn hreinræktaðasti sveitapiltur sem þekki gaf henni bestu einkunn svo endilega prófið. Sumir nota allrahanda eða brúnkökukrydd í svona bakstur en þessi krydd dugðu vel fyrir mig og mína bragðlauka.

Brún lagkaka:

 • 1 pakki kökumix Funksjonell(appelsínugulur kassi)
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk kanill
 • 1 tsk negull
 • 100 g mjúkt smjör
 • 1, 1/2 dl vatn
 • 4 egg

aðferð:

 • Hrærið öllu saman í lagkökuna og hellið deiginu í aflangt form, ég nota ca 22 x 32 cm grunnt form en þá passar fullkomnlega að skera kökuna niður í 3 hluta. Hafið smjörpappír undir svo auðvelt sé að ná kökunni úr forminu.
 • Bakið í 175° heitum ofni með blæstri í 25 mín.

SMjörkrem:

 • 180 g ósaltað smjör, mjúkt
 • 80 g Sukrin Melis
 • 6 dropar bragðlaus stevía
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 eggjarauða

aðferð:

 • Þeytið allt saman þar til létt og ljóst.
 • Smyrjið kreminu á hvern hluta af kældri köku fyrir sig og staflið upp.
 • Gott er að plasta kökuna með matarfilmu og kæla áður en hún er skorin í sneiðar og snyrt í köntunum.