Langloka eða pylsubrauð

Þegar kemur í mig einhver brauðpúki þá skelli ég í þessa uppskrift en hún minnir alveg á brauð og er vel mettandi í maga. Ég bjó til 2 langlokubrauð úr þessu í þetta sinn og við átum þetta með bestu lyst með soðnu eggi, pítusósu og papriku. Það þarf að nota fínmalað HUSK í þessa uppskrift og það fæst frá NOW. Er í plastbaukum.

Innihald:

 • 100 g möndlumjöl

 • 1 msk hörfræmjöl, gerði mikið fyrir bragðið en mætti líklega sleppa

 • 2 msk HUSK duft fæst í dollum frá NOW mikilvægt

 • 5-6 dropar stevía ég nota frá Funksjonell

 • 1 tsk lyftiduft

 • 1/3 tsk salt

 • 2 stór egg

 • 170 g sýrður rjómi

aðferð:

 • Blandið þurrefnum vel saman og þar næst eggjum og sýrðum rjóma.
 • Látið deigið standa í nokkrar mínútur og mótið síðan 2 langlokubrauð úr því og setjið á bökunarpappír. Það væri líka hægt að ná 4 litlum pulsubrauðum úr þessu magni af deigi.
 • Bakið brauðið í 25 mín á 160-170°hita með blæstri. Betra að baka aðeins lengur svo það bakist alveg í gegn.