Langlokur eða bollur

Hér er uppskrift af mjög góðum bollum sem ég gerði fyrir stuttu en í þeim er nýtt mjöl frá Funksjonell sem er úr sólblómafræjum. Þetta er unnið á þann hátt að fræjin eru fituskert og mjölið verður mjög fínt og hveitikennt. Ég notaði uppskrift frá fyrirtækinu en bætti við smá laukdufti og skipti út hörfræjum fyrir hampfræ.

Innihald:

 • 100 g sólblómamjöl
 • 150 g kotasæla
 • 50 g smjör brætt
 • 30 g hampfræ
 • 20 g Husk
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk laukduft
 • 1 dl vatn
 • 2 egg
 • kúmen fyrir þá sem vilja 1 msk

aðferð:

 • Hrærið öllu vel saman í einn graut. Látið standa í nokkrar mín. Setjið svo með skeið deigið á plötu
 • Hér má móta bollur, langlokur eða hamborgarabrauð og baka í 20 mín á 200° hita með blæstri