Lasagna með heimagerðum lasagnaplötum

Það er hægt að gera allskonar útgáfur af lasagna án þess að nota pastaplötur úr hveiti og sumir nota hreinlega kúrbítssneiðar eða eggaldin og kemur það þrælvel út. Hér er ein útgáfa af heimatilbúnum lasagna plötum sem gætu minnt á “hefðbundið” pasta og mæli með að þið prófið.

Ingredients

 • 2 egg

 • 120 g rjómaostur

 • 40 g rifinn parmesan

 • 1/4 tsk ítalskt krydd

 • 1/4 tsk laukduft

 • 1/4 tsk hvítlauksduft

 • 150 g rifinn mosarella ostur

Directions

 • Þeytið allt saman í matvinnsluvél.
 • Dreifið deiginu á plötu, ég nota Tupperware mottu sem hentar fullkomnlega og er með smá kant svo ekkert fer út fyrir.
 • Bakið í 15 mín á 170° hita
 • Takið úr ofni og skerið niður í hentuga stærð fyrir lasagna.

Ingredients

 • 2 msk steikingarolía

 • 1 gulur laukur

 • 2 sellerístangir

 • græn eða rauð paprika eftir smekk

 • 800 g nautahakk

 • 1 dós Mutti tómatar

 • 2 msk tómatpúrra

 • 1 solo hvítlaukur eða 4 rif

 • 1 tsk ítalskt pastakrydd

 • 1 tsk oregano

 • 1 tsk hvítlauksduft

 • 1 tsk chilimauk

 • 1/2 dl Felix stevíu tómatsósa ef þið viljið sætari kjötsósu

 • salt og pipar

 • 1 kjúklingakraftsteningur

 • 1 stór dós af kotasælu

 • 1 hvítlauksostur hringlaga niðurrifinn

 • múskat eftir smekk

 • mosarellaostur rifinn í lokin

Directions

 • Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni. Ef þið notið grænmeti eins og sellerí og papriku þá steikið þið það hér með.
 • Bætið svo hakkinu saman við. Brúnið vel og bætið þá kryddum, tómatpúrru, felix, tómat úr dós og chili. Látið sjóða í 10-15 mín.
 • Setjið kjötsósu í eldfast fat og leggið lasagnaplötur ofan á. Blandið hvítlauksosti saman við kotasæluna, mætti gera í matvinnsluvél. Dreifið kotasælublöndunni yfir plöturnar og kryddið með múskat.
 • Endurtakið þar til allt hakk er búið og endið á hakklagi. Dreifið rifnum osti yfir og bakið lasagna í 20 mín á 220 °hita.
 • Gott að bera fram með sesamkrydduðum ostabitum.