Lime desert

Ég átti allt í einu ægilega mikið af lime svo ég ákvað að skella í lime desert áður en læmið félli á tíma. Það vildi svo til að ég átti mascarpone ost svo ég sullaði þessu saman á mjög skömmum tíma og smakkaðist bara mjög vel. Sniðugur réttur t.d. í bústað ef það er lítill tími fyrir bakstur og stúss yfir páskana.

Innihald botn:

 • 80 g möndlumjöl frá NOW
 • 2 tsk kakó
 • 2 msk fínmöluð sæta, Good good
 • saltklípa
 • 40 g brætt eða mjúkt smjör

aðferð:

 • Setjið möndlumjöl í pott eða litla pönnu og hitið þar til það brúnast örlítið, blandið þá mjúku eða bræddu smjöri við við ásamt sætu og kakó og saltið örlítið. Passið vel að möndlumjölið brenni ekki.
 • Hrærið vel og dreifið svo mulningnum í 6 desertskálar eða glös, þjappið vel í botninn og kælið.

Innihald Fylling:

 • 200 g grísk jógúrt
 • 200 g mascarpone ostur ( má nota rjómaost líka )
 • 120 g þeyttur rjómi
 • 100 g fínmöluð sæta
 • 4 dropar grænn matarlitur, má sleppa
 • 2 lime börkur og safi

aðferð:

 • Þeytið vel saman ostinn, jógúrt, sætu og lime, bætið matarlit og þeyttum rjóma saman við í lokin. Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið yfir kexbotninn í skálunum.
 • Rífið lime yfir og sykurlaust súkkulaði. Tilbúið. Gott að geyma í kæli í ca 1-2 klt en ekki nauðsynlegt.