Local salöt ný á matseðli

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Local.

Hæ hæ, í janúar á þessu ári höfðu Local salatmenn samband og vildu uppfæra hjá sér matseðilinn og bæta við fleiri ketó salötum. Þeir báðu mig að koma um borð og hjálpa sér við að setja saman ný salöt og ég var ekki lengi að hugsa mig um. Ég hef alltaf verið hrifin af salötunum og þessu consepti að salatið sé blandað í skál og dressingin með, það er bara eitthvað annað svo auðvitað vildi ég vera með og fá að hafa puttana í þessu. Eftir miklar pælingar og sósugerð, ath ég ferðaðist með sósubrúsa fram og til baka og smakkaði salöt og fékk að skipta mér af hráefnavalinu, þá urðu til 3 ný salöt sem bættust við Keto 2 salatið hjá þeim og ég er ótrúlega ánægð með útkomuna. Það þarf að hafa góða fitu með í salötum sem þessum og til þess að fá brakandi gott “crunch” þá bættum við á matseðilinn Lava Cheese ostaflögum sem gera svo mikið.

Eins kom Stjörnugrís með flottar bollur á árinu sem eru notaðar í salötin svo úrvalið hefur aukist töluvert. Strawberry meat er mitt uppáhald en þar gerðum við létta bernaise dressingu sem er ferlega létt og góð með kjötinu. Estragon sæla hreinlega.

OFF MENU – STRAWBERRY BEEF
2.390 kr. – 2.890 kr.
NAUTAKJÖT, FETA OSTUR, JARÐABER, BROKKOLÍ, ESTRAGON DRESSING

Spicey chicken er líka geggjað og matarmikið enda bættum við þar við rifnum mexícoosti frá MS nammmm… mjög bragðgott og spicy.

Ég mæli með að þið kíkið á Local og nælið ykkur í salat af OFF menu matseðlinum og þið verðið pakkkksödd.

OFF MENU – FETA MEATBALL
1.990 kr. – 2.490 kr.
KJÖTBOLLUR, FETA OSTUR, TÓMATAR, ÓLÍFUR, LAVA CHEESE CHILI, RAUÐLAUKUR, SINNEPSDRESSING
OFF MENU – KETO 2
1.890 kr. – 2.390 kr.
HVÍTLAUKSKJÚKLINGUR, BEIKON, SPICY AVOCADO, RAUÐLAUKUR, PAPRIKA, EGG, CHEF DRESSING
OFF MENU – SPICY MEXICAN
2.090 kr. – 2.590 kr.
MEXÍKÓ KJÚKLINGUR, MEXÍKÓ OSTUR, PAPRIKA, TÓMATAR, LAVA CHEESE CHILI, CHILI DRESSING