Marsipan frá grunni

Það er ferlega gott og einfalt að búa til marsipan frá grunni með fituskerta möndlumjölinu frá Funksjonell og svo notar maður fínmalaða sætu og eggjahvítu saman við og getur leikið sér að því að lita marsipanið í fallegum litum eins og ég gerði hér fyrir þessar páskabollakökur.

innihald:

  • 90 g fituskert möndlumjöl frá Funksjonell
  • 60 g fínmöluð sæta t.d. Sukrin Melis
  • 2 eggjahvítur eða 60g
  • 1/2 -1 tsk möndludropar
  • matarlitur að eigin vali

aðferð:

  • Blandið öllu vel saman, bætið við möndlumjöli ef blandan er of blaut.
  • Bragðbætið með rommdropum eða möndludropum og litið marsipanið að vild.
  • Leyfið marsipaninu að standa í 10-15 mín áður en það er hnoðað í kúlur. Kælið eða frystið og húðið t.d með súkkulaði ef þið viljið.
  • Það má líka búa til fígúruru og skreyta með þeim ef gera á bollakökur eða tertur.
Hér er hægt að nálgast möndlumjölið góða