Maskafjör með Neutrogena

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Neutrogena

Eins og þið hafið tekið eftir þá er ég í átaki gagnvart húðumhirðunni á mér. Ég elska að liggja með maska og horfa á sjónvarpið og er mjög svo hrifin af vörunum frá Neutrogena sem ég var svo heppin að fá að að vera í samstarfi með.

Kremin þeirra nota ég á hverjum degi, bæði nætur og dagkrem og andlitsserumið 2 í viku. Ég fékk svo nýjasta nýtt frá þeim fyrir stuttu sem eru tvennskonar andlitsmaskar, þeir framleiða reyndar fleiri tegundir en þessir 2 henta mér mjög vel. Annar er Hydro Boost rakamaski og hinn er Cellular boost maski sem er með sömu virkni og í Cellular boost kremlínunni.

Maskinn er í tveimur hlutum svo það er auðvelt að setja á sig “grímuna” hann festist mjög vel á andlitinu svo ég enda ekki í Mrs Doubtfire atriði og missi maskann minn ofan í kaffibollann. Mér fannst ég hreinlega endurnærð eftir rakamaskann og húðin silkimjúk og góð lengi á eftir. Þeir kosta um 890 kr á Heimkaup og því tilvalið að nýta tímann sem við erum að dúllast heima við og krúttast með góða maska og bók.

Ég fékk líka kornamaskann þeirra að gjöf sem ég er búin að nota núna í 3 skipti og ég get lýst honum meira sem húðfægjun, ekki skrúbb. Það eru svo fín korn í honum að hann sléttir úr yfirborðinu og gefur ótrúlega mjúka áferð. Mæli með að nota hann bara 1 x í viku mesta lagi 2.

Vörurnar fást í Hagkaup, Lyf og heilsu, ásamt fleiri apótekum um allt land og síðast en ekki síst Heimkaup.

Rakamaski

Maskar gerðir úr 100% Hydrogel og virku serumi. Hydrogel tæknin
kemur frá Kóreu, en kóreskar húðvörur hafa lengi verið taldar
fremstar í flokki í heiminum fyrir heilbrigða húð. Maskinn er í tveim
pörtum, til að passa sem best á andlit hvers og eins, og mótast að
því eins og second skin.

Hydrogel efnið er kælandi, og helst vel á andlitinu svo ekki þarf að
liggja kjurr meðan maskinn er notaður. Serumið í maskanum nýtist
betur þar sem engin uppgufun er í gegnum Hydrogel efnið eins og
þegar pappír er notaður í sambærilega maska. Einn maski samsvarar
notkun af heilli flösku af serumi og virkar á aðeins 15 mínutum
!

Húðin verður endurnærð, frísk og full af raka. Hentar fyrir viðkvæma
húð.

Cellular Boost maski

Frískandi maski með virka efninu Adenosine sem vinnur gegn öldrun
húðarinnar. Adenosine er náttúrulegt efni sem hefur sannað virkni sína í að draga úr fínum línum og hrukkum, og hjálpa yfirborði húðarinnar að endurnýja sig. Skilur húðina eftir slétta og ljómandi.

Svo er hér nýjungin, Polish “skrúbburinn” eða kannski meira “húðfægjarinn” !

Nýjung í Cellular Boost línuna: Vitamin C Polish

Sérstaklega mildur skrúbbur með C vítamíni og Glycolic Acid, sem
stuðlar að endurnýjun húðarinnar. Áferð húðarinnar verður sléttari og
litatónninn jafnari, svo húðin verður unglegri og fær aukinn ljóma.
Skrúbburinn er með mjög fínlegum kornum sem vinna frekar að því að
fægja yfirborð húðarinnar en skrúbba það. Glycolic Acid hraðar
endurnýjun frumna, svo húðin endurnýjar sig fyrr og verður heilbrigðari.
C vítamín vinnur gegn blettamyndum og gefur húðinni kröftugan ljóma.