Mexíkó snakk

Það er ekkert mál að gera “eðlu” ketóvæna, maður velur bara kolvetna lága salsasósu, t.d. frá Santa Maria sem er ekki með viðbættum sykri. Svo er rjómaosti smurt í form, salsa yfir, rifinn ostur og krydd. Lítið mál. En Nachos og snakk er ekki alveg eins ketóvænt svo hér er uppskrift sem hægt er að nota til að búa til heimagert flott snakk undir eðluna.

innihald:

 • 200 g rifinn ostur
 • 2 tsk fínmalað HUSK duft eða 2 msk gróft HUSK
 • 75 g möndlumjöl
 • 1 msk krydd, má vera mexícoblanda, chilli, hvítlauksduft, laukduft
 • salt klípa

aðferð:

 • Hitið ofninn í 180°hita með blæstri
 • Setjið ostinn í örbylgjuofn og hitið í 1-2 mín þar til hann er vel bráðinn.
 • Takið ostinn og blandið honum við þurrefnin, gott að blanda þeim saman fyrst svo kryddið samlagist.
 • Hrærið kröftuglega og hnoðið svo í kúlu, best að gera með höndunum
 • Setjið kúluna á bökunarpappír, mætti gera í tvennu lagi.
 • Fletjið út milli tveggja laga af pappír eins þunnt og þið náið.
 • Skerið nú með pizzahjóli eða kleinujárni og útbúið tígla eða þríhyrninga.
 • Bakið í 6-8 mín eða þar til kantar eru gylltir og fallegir. Það má alveg láta kexið kólna í ofninum það verður enn harðara við það.