Mintubombur

Það er ótrúlega fljótlegt að útbúa þessar fitubombur eða “konfekt” sem er stútfullt af mintu og fitu, rjómaosti og smjöri. Það er gott að eiga þessar í frystinum og grípa í þegar sykurpúkinn bankar, ekki að hann geri það ef þú ert á lágkolvetnamataræðinu en sumir dagar geta verið erfiðari en aðrir.

innihald:

  • 240 g rjómaostur, nota bláa frá MS
  • 150 g fínmöluð sæta, t.d. Sweet like sugar í blender eða nota Sukrin Melis
  • 55 g mjúkt smjör, ósaltað
  • 1-2 tsk mintudropar , Kötlu

aðferð:

  • Hrærið öllu vel saman, bætið sætunni varlega út í svo eldhúsið verði ekki hvítt og sprautið svo mintunni á plötu og frystið.
  • Það er líka hægt að setja skálina í ískáp og bíða þar til hægt er að móta kúlur úr blöndunni.
  • Súkkulaðihúðið ef þið viljið með sykurlausu súkkulaði en það er þó ekki nauðsynlegt, voða gott samt.
  • Best að geyma í lokuðu boxi í frysti.