Mokkamús á nokkrum mínútum

Hér er á ferðinni mjög einföld uppskrift. Þetta er ekta desert sem þú hendir saman ef þú átt von á gestum sama dag eða með stuttum fyrirvara. Bragðast eins og Royal búðingur og mjög fljótlegur með fáum innihaldsefnum. Mæli með að prófa.

Innihald:

  • 250 ml rjómi ég nota laktósafrían

  • 80 ml uppáhellt espresso sem er látið kólna

  • 1 tsk vanilludropar

  • 65 g fínmöluð sæta frá Sukrin Melis

  • 6 msk kakó 4 msk í uppskriftina og 2 til að sigta yfir

  • 200 g mascarpone ostur, t.d. MS ein askja

  • 1/4 tsk salt t.d himalaya

Aðferð:

  • Setjið allt í skál, þeytið í ca mínútu, skafið úr hliðum og þeytið aftur í ca 30-40 sek.
    Dreifið í fallegar skálar, ég notaði 4 skálar og sigtið kakó yfir.
  • Gott er að kæla skálarnar áður en borið er fram. Það er svo gott. Eins mætti bera fram auka rjóma þeyttan en ekki nauðsyn.