Moldvarpa ! Æ svona hakk með mús..

Já moldvarpa var þessi réttur kallaður á mínu æskuheimili en þá var moldvarpan hakkið sem fór undir kartöflumúsina og neðst var heil dós af gulrótum og grænum baunum. Þetta var svo allt bakað í formi og minnir auðvitað á hinn víðfræga rétt Shepard pie. Hér er komin mín útfærsla af þessum saðsama og góða rétt og ég fékk alveg nostalgíukast þegar ég borðaði fyrir utan þembuna og allt sem fylgir kolvetnunum ég losnaði alveg við hana.

innihald Moldvarpa:

 • 1 bakki hakk um 700 g
 • 1-2 sellerístönglar
 • hvítkál eftir smekk ca 2 lúkur smátt skorið
 • tómatpúrra 2 msk
 • Felix tómatsósa 3-4 msk
 • 3 msk rjómi
 • 1/2 hvítlaukur
 • 1 dl vatn og kjötkraftsteningur uppleyst
 • salt og pipar
 • smjörklípa

aðferð:

 • Steikið hvítlauk, hvítkál og selleri upp úr smjörinu. Bætið hakkinu við og kryddið með salt og pipar.
 • Hellið vatninu með kjötkraftinum saman við og blandið öllu vel
 • Bætið rjóma og tómatpúrru/og Felix sósu við og látið allt krauma.
 • Hellið svo blöndunni í eldfast mót og takið til hliðar meðan þið græjið blómkálsmúsina.

BLómkálsmús:

 • 1/2 piparostur þessi harði
 • 1 msk smjör
 • 1 poki blómkálsgrjón eða lítill haus af blómkáli
 • 2 msk rjómi
 • 3-4 dropar natural stevia t.d. Sukrin
 • salt og pipar

aðferð:

 • Ef þið notið ferskt blómkál þá rífið gróflega niður og setjið í skálina eða blandara og malið í Thermo 6 sek/hraði 7 lengur ef þarf og notið sleifina í gegnum gatið ef það þarf að hjálpa til.
 • Saxið ostinn niður, í Thermo 6 sek/ hraði 7
 • Setjið blómkálsgrjónin í skálina og stillið í Thermo á 10 mín / 100°/ hraði 1
 • Bætið svo við smjöri og rjóma, salti, pipar og stevíu og maukið 10 sek/hraði 8
 • Berið fram heitt og ljúffengt með hverju sem er, líka hægt að nota ofan á hakkrétt og baka í ofni.