Monki brauð

Já hvað er nú það ? Það er ótrúlega einfalt brauð sem er gert úr einni krukku af möndlusmjöri og nokkrum eggjum. Ef þú lokar augunum þá er áferðin mjög svipuð og á normalbrauði. Það er mjög bragðgott með smjöri eða nota lifrarkæfu og vel af henni.

innihald:

 • 6 egg
 • 1 krukka ljóst möndlusmjör frá Monki
 • 2 msk eplaedik
 • 1 tsk matarsódi
 • 2 tsk Good good sæta eða sambærileg

aðferð:

 • Þeytið saman í hrærivél þar til létt og ljóst.
 • Setjið allt í form og bakið í 40-45 mín á 160° eða þar til pinni kemur hreinn úr miðju brauði.
 • Best er að geyma möndlubrauð í ískáp milli máltíða. Hægt er að frysta brauðið í sneiðum og þá er það alveg eins og nýtt þegar það þiðnar á borði.

innihald kryddbrauð:

 • 6 egg
 • 1 krukka ljóst möndlusmjör frá Monki
 • 2 msk eplaedik
 • 1 tsk matarsódi
 • 3 msk Good good sæta eða Sukrin Gold
 • 1 msk kanell
 • 1 tsk negull
 • 1/2 tsk engifer
 • 1 msk kakó